Louis Cole á leið til Íslands 7. janúar 2019 14:55 Cole lofar flottum tónleikum. Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira