Lífið

Skartgripir Lady Gaga metnir á yfir hálfan milljarð

Sylvía Hall skrifar
Söngkonan fór heim með ein verðlaun í gær.
Söngkonan fór heim með ein verðlaun í gær. Vísir/Getty
Lady Gaga var glæsileg á Golden Globes verðlaunahátíðinni í gær í bláum kjól frá Valentino. Til þess að setja punktinn yfir i-ið bar söngkonan skartgripi frá Tiffany & Co sem eru metnir á yfir hálfan milljarð króna.

Söngkonan passaði upp á hvert smáatriði og þótti hún bera af með blátt hár í stíl við kjólinn. Kjóll söngkonunnar var svo íburðarmikill að tvo starfsmenn þurfti til að bera slóðann á meðan söngkonan gekk rauða dregilinn.





Skartgripirnir voru þó senuþjófar kvöldsins. Hálsmenn söngkonunnar var gert úr þrjúhundruð demöntum með tuttugu karata steini í miðjunni.



 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Tiffany & Co. (@tiffanyandco) on Jan 6, 2019 at 6:04pm PST



Í ofanálag skartaði söngkonan svo eyrnalokkum frá sama hönnuði og þremur armböndum í stíl. Í heildina er skartið sem fyrr segir metið á fimm miljónir Bandaríkjadala, eða rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna.

Vísir/Getty
Söngkonan fór ekki tómhent heim en hún hlaut verðlaun fyrir besta frumsamda lagið fyrir lagið Shallow úr myndinni A Star is Born sem hún fór með aðalhlutverk í. Myndin var tilnefnd til fimm verðlauna í gær en hlaut aðeins verðlaun fyrir besta frumsamda lagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×