Lífið

Jack Black er að slá í gegn á YouTube

Stefán Árni Pálsson skrifar
Black alltaf góður.
Black alltaf góður.

Leikarinn skemmtilegi Jack Black er mættur á YouTube og það með stæl. Youtube-rás hans kallast Jablinski Games og samkvæmt Black á hún að vera tölvuleikjamiðuð, þó að ekki hafi borið á því fyrr en í nýjasta myndbandi kappans.

Sonur hans Sam sér um klippingu og alla vinnslu á myndböndunum.

„Þetta er allt sonur minn. Hann heldur mér í gíslingu,“ segir Black meðal annars í athugasemd við fyrsta myndbandið.

Fyrir rúmlega tveimur vikum skellti kappinn fyrsta myndbandinu inn og er það strax komið með níu milljónir áhorfa. 

Síðan þá hafa komið inn tvö myndbönd til viðbótar og Black er strax kominn með þrjár milljónir fylgjenda.

Fáir hafa náð slíkum fylgjendafjölda á eins stuttum tíma í sögu YouTube en hér að neðan má sjá af hverju.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.