Enn eitt markið úr föstu leikatriði kostaði Arsenal 3. sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ekki létt yfir Xhaka í kvöld.
Ekki létt yfir Xhaka í kvöld. vísir/getty
Arsenal mistókt að komast í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er tapaði liðið 1-0 fyrir nýliðum Sheffield United er liðin mættust á Bramall Lane.Leikurinn var síðasti leikur 9. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en með sigri hefði Arsenal getað skotist upp í 3. sæti deildarinnar og verið stigi á eftir Man. City í öðru sætinu.Gestirnir byrjuðu vel og það var kraftur í leikmönnum Arsenal. Besta færi þeirra í hálfleik fékk Pepe en hann klúðraði dauðafæri er hann hitti ekki boltann í vítateig Sheffield.Fyrsta og eina mark leiksins kom á 30. mínútu. Hornspyrna Sheffield rataði á kollinn á Jack O'Connell sem kom boltanum áfram fyrir fætur Lys Mousset sem skoraði. Vandræði Arsenal halda áfram í uppsettum atriðum.

Skömmu síðar vildu Arsenal-menn fá vítaspyrnu sem þeir fengu ekki. Fredrik Ljungberg, aðstoðarþjálfari liðsins, var spjaldaður fyrir kjaftbrúk eftir það atvik.Arsenal sótti og sótti í síðari hálfleik en náði ekki að koma boltanum í netið hjá Sheffield. Annað tap Arsenal á leiktíðinni staðreynd.

Sheffield er í 9. sæti deildarinnar með tólf stig en Arsenal er í 5. sætinu með fimmtán.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.