Pepsi Max-mörk kvenna: Flögguð rangstæð með fimm varnarmenn fyrir innan sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2019 16:00 Áhugvert atvik kom upp í leik ÍBV og Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta um síðustu umferð deildarinnar þegar að Margrét Árnadóttir, sóknarmaður norðankvenna, var flögguð rangstæð eftir fallega sendingu Láru Kristínar Pedersen inn fyrir vörnina. Sjaldan ef aldrei hefur einn leikmaður verið jafn réttstæður því það voru ekki nema fimm leikmenn Eyjakvenna sem að stóðu aftar á vellinum en Margrét. Aðstoðardómarinn Kjartan Már Másson var aftur á móti lítið að fylgjast með og lyfti flaggi sínu. „Það er mjög lélegt að dæma þarna rangstöðu. Það er fjöldi leikmanna þarna fyrir innan sóknarmanninn,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, sérfræðingur Pepsi Max-marka kvenna í þætti gærkvöldi. „Það eru ekki einn, ekki tveir, ekki þrír, ekki fjórir heldur fimm leikmenn sem spila hana réttstæða,“ bætti Edda Garðarsdóttir við. Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, sagðist sjá svona mistök alltof oft og spurði sérfræðinga sína hvort dómarar í deildinni og aðstoðarmenn þeirra þyrftu ekki að fara að taka sig taki. „Ég er alveg sammála því. Það hefur oft verið gagnrýnt og sú gagnrýni hefur átt rétt á sér að oft eru ekki bestu dómararnir né bestu línuverðirnir að dæma kvennaleikina. Það er að sýna sig að það hefur lítið breyst,“ „Þetta þarf að fylgja með. Við erum að kalla eftir því að kvennaknattspyrnan sé betri og auðvitað þurfa dómararnir að fylgja með þar til þess að gæði leiksins geti aukist,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Áhugvert atvik kom upp í leik ÍBV og Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta um síðustu umferð deildarinnar þegar að Margrét Árnadóttir, sóknarmaður norðankvenna, var flögguð rangstæð eftir fallega sendingu Láru Kristínar Pedersen inn fyrir vörnina. Sjaldan ef aldrei hefur einn leikmaður verið jafn réttstæður því það voru ekki nema fimm leikmenn Eyjakvenna sem að stóðu aftar á vellinum en Margrét. Aðstoðardómarinn Kjartan Már Másson var aftur á móti lítið að fylgjast með og lyfti flaggi sínu. „Það er mjög lélegt að dæma þarna rangstöðu. Það er fjöldi leikmanna þarna fyrir innan sóknarmanninn,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, sérfræðingur Pepsi Max-marka kvenna í þætti gærkvöldi. „Það eru ekki einn, ekki tveir, ekki þrír, ekki fjórir heldur fimm leikmenn sem spila hana réttstæða,“ bætti Edda Garðarsdóttir við. Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, sagðist sjá svona mistök alltof oft og spurði sérfræðinga sína hvort dómarar í deildinni og aðstoðarmenn þeirra þyrftu ekki að fara að taka sig taki. „Ég er alveg sammála því. Það hefur oft verið gagnrýnt og sú gagnrýni hefur átt rétt á sér að oft eru ekki bestu dómararnir né bestu línuverðirnir að dæma kvennaleikina. Það er að sýna sig að það hefur lítið breyst,“ „Þetta þarf að fylgja með. Við erum að kalla eftir því að kvennaknattspyrnan sé betri og auðvitað þurfa dómararnir að fylgja með þar til þess að gæði leiksins geti aukist,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira