Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2019 20:45 Signý Gunnarsdóttir, silkibóndi í Grundarfirði, með silkiormaegg. Silkiþræðir á borðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45