Lífið

Eldflaugagolfkylfa sem nær að skjóta kúlunni á 241 km hraða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega skemmtileg tilraun.
Virkilega skemmtileg tilraun.
Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti.

Í nýjasta myndbandinu hannar hann sérstaka golfkylfu sem er í raun eldflaugakylfa sem getur skotið golfkúlunni á 241 km hraða.

Í ferlinu kom ferill Rober sér vel en hann vann áður hjá NASA og hannaði búnað sem er um borð í Curiosity, vélmenni NASA á Mars.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þessum magnaða manni.


Tengdar fréttir

Drulluskítugt vatn verður drykkjarhæft

Verkfræðingurinn Mark Rober gerir aðeins eitt YouTube-myndband á mánuði eða 12 á ári. Hann vandar vel til verka og hefur tekið upp á ýmislegu í gegnum tíðina.

Hannaði vinalegustu bílflautu heims

Sumum finnst nokkuð tónlegt að ýta á bílflautuna og er ástæðan fyrir því sennilega að fólki finnst hljóðið í flautunni of dónalegt eða ágengt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×