Vorspá Siggu Kling – Sporðdrekinn: Verður beðinn um að taka að þér nýja stöðu Sigga Kling skrifar 3. maí 2019 09:00 Elsku Sporðdrekinn minn, það er ekki langt í að það verði fullt tungl í Sporðdrekamerkinu eða þann 18 maí og heilmikið mun eiga sér stað. Þú hefur haft þá tilfinningu að þú sért eins og hamstur hamstrahjóli, þú hleypur og hleypur en ferð ekki neitt, en það er svo sannarlega ekki satt, þú ert búinn að vera að byggja, klára, gera og græja svo margt undanfarið ár, þú sérð bara ekki útkomuna eins og hún á svo sannarlega eftir að vera á þessu ári. Núna ertu á svo réttri tíðni til þess að segja hvað þér finnst og vera ánægður með það og hafa trú á því að upphafið sé hjá þér. Það þarf oft svo lítið að gerast til þess að allt breytist, sumir kalla það fiðrildaáhifin eða ef einn kubbur í dómínó fellur þá falla allir hinir á eftir. En til þess að gera Dómínó fullkomið hefur það tekið þig tíma að raða öllum kubbunum rétt upp, svo nuna sleppir þú tökunum, ýtir fyrsta kubbnum af stað og restin raðast hárrétt upp. Það er yfir þér núna eitthvað smáatriði sem lætur þig sjá lífið í öðru ljósi, fær þig til að gera eitthvað sem þú ekki bjóst við og þú finnur þessa tilfinningu; Ég er þessi fullkomni Sporðdreki. Þú verður beðinn um að taka að þér nýja stöðu, sinna ábyrgð, hjálpa öðrum og svo endalaust margt fleira enda er Venus á fullum krafti að skreyta líf þitt með sannri ást. Sjálfstæði er sterkt orð til þín, hvaða skilning sem þú svo setur í það orð, þá er eins og þú fáir sjálfstæði þitt til þess að byggja, breyta og bæta tilveruna. Ég hef svo mikla tengingu við gleði og hugrekki, því hugrekki mun færa þér gleði og gleði er það eina sem þarf til að vera hamingjusamur. Örlagaspilin sem ég hannaði til að svara spurningum fólks á skýran máta hafa kennt mér margt, til dæmis ef ég spyr karlmann: hvað er það sem þú óskar þér, svara 90% af þeim með spurningu: Verð ég ríkur? En ef ég spyr konu, þá er svarið í 90% tilfella með annarri spurningu: Verð ég hamingjusöm? Og tilgangurinn með þessari dæmisögu er að segja þér að það er allt í lagi að biðja veröldina um að verða ríkur, en það sem þú hefur alveg stjórn á er að vera hamingjusamur, því það er þinn valkostur. Knús og kossar, Sigga Kling.Sporðdreki 23. október - 21. nóvemberBirkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, 11. nóvemberHelga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvemberEmmsjé Gauti, rappari, 17. nóvemberBjörk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvemberKarl Bretaprins, 14. nóvemberHillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. októberLeonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvemberMagnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvemberHörður Ágústsson Macland snillingur, 24. októberSigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, 1. nóvemberÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, 4. októberÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Dómsmálaráðherra, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 4. nóvemberJón Jónsson, tónlistarmaður, 30. októberKróli, tónlistarmaður, 2. nóvemberBergur Ebbi, grínisti, 2. nóvember Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama Sjá meira
Elsku Sporðdrekinn minn, það er ekki langt í að það verði fullt tungl í Sporðdrekamerkinu eða þann 18 maí og heilmikið mun eiga sér stað. Þú hefur haft þá tilfinningu að þú sért eins og hamstur hamstrahjóli, þú hleypur og hleypur en ferð ekki neitt, en það er svo sannarlega ekki satt, þú ert búinn að vera að byggja, klára, gera og græja svo margt undanfarið ár, þú sérð bara ekki útkomuna eins og hún á svo sannarlega eftir að vera á þessu ári. Núna ertu á svo réttri tíðni til þess að segja hvað þér finnst og vera ánægður með það og hafa trú á því að upphafið sé hjá þér. Það þarf oft svo lítið að gerast til þess að allt breytist, sumir kalla það fiðrildaáhifin eða ef einn kubbur í dómínó fellur þá falla allir hinir á eftir. En til þess að gera Dómínó fullkomið hefur það tekið þig tíma að raða öllum kubbunum rétt upp, svo nuna sleppir þú tökunum, ýtir fyrsta kubbnum af stað og restin raðast hárrétt upp. Það er yfir þér núna eitthvað smáatriði sem lætur þig sjá lífið í öðru ljósi, fær þig til að gera eitthvað sem þú ekki bjóst við og þú finnur þessa tilfinningu; Ég er þessi fullkomni Sporðdreki. Þú verður beðinn um að taka að þér nýja stöðu, sinna ábyrgð, hjálpa öðrum og svo endalaust margt fleira enda er Venus á fullum krafti að skreyta líf þitt með sannri ást. Sjálfstæði er sterkt orð til þín, hvaða skilning sem þú svo setur í það orð, þá er eins og þú fáir sjálfstæði þitt til þess að byggja, breyta og bæta tilveruna. Ég hef svo mikla tengingu við gleði og hugrekki, því hugrekki mun færa þér gleði og gleði er það eina sem þarf til að vera hamingjusamur. Örlagaspilin sem ég hannaði til að svara spurningum fólks á skýran máta hafa kennt mér margt, til dæmis ef ég spyr karlmann: hvað er það sem þú óskar þér, svara 90% af þeim með spurningu: Verð ég ríkur? En ef ég spyr konu, þá er svarið í 90% tilfella með annarri spurningu: Verð ég hamingjusöm? Og tilgangurinn með þessari dæmisögu er að segja þér að það er allt í lagi að biðja veröldina um að verða ríkur, en það sem þú hefur alveg stjórn á er að vera hamingjusamur, því það er þinn valkostur. Knús og kossar, Sigga Kling.Sporðdreki 23. október - 21. nóvemberBirkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, 11. nóvemberHelga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvemberEmmsjé Gauti, rappari, 17. nóvemberBjörk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvemberKarl Bretaprins, 14. nóvemberHillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. októberLeonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvemberMagnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvemberHörður Ágústsson Macland snillingur, 24. októberSigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, 1. nóvemberÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, 4. októberÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Dómsmálaráðherra, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 4. nóvemberJón Jónsson, tónlistarmaður, 30. októberKróli, tónlistarmaður, 2. nóvemberBergur Ebbi, grínisti, 2. nóvember
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama Sjá meira