Ragna verður skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:36 Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. FBL/Ernir Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis. Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis.
Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30