Ragna verður skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:36 Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. FBL/Ernir Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis. Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis.
Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30