Lofar kraftmikilli og litríkri dagskrá Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2019 12:00 „Hver einasti nemandi kemur með eitthvað nýtt inn í líf mitt,“ segir Auður. Fréttablaðið/Stefán Mér fannst upplagt á þessum tímamótum að spila nokkur af mínum uppáhaldsverkum með henni Önnu Guðnýju,“ segir Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari glaðlega. Hún heldur tónleika á morgun í Norðurljósum í Hörpu klukkan 16 sem falla undir Sígilda sunnudaga. Tímamótin eru tvöföld, það eru 30 ár frá því hún hóf sinn fiðluleikaraferil og svo hefur hún kennt í 20 ár. „Ég hef blandað þessu tvennu mikið saman, að spila á tónleikum og kennslunni. Það hefur gengið vel. Kennslan veitir mér orku því hver einasti nemandi kemur með eitthvað nýtt inn í líf mitt og þeir verða vinir mínir alla ævi. Ég byrja á að huga að sjálfsmynd þeirra. Það er svo mikilvægt að hún sé sterk, annars gerist ekkert, sama í hverju maður er.“ Auður segir þá sem halda áfram á klassísku tónlistarbrautinni oft verða á vegi hennar í daglegu lífi og hinir sem velji sér annað lífsstarf græði líka á náminu því að það sé svo krefjandi. „Ég bið krakkana að horfa í smásjána í huganum þegar þeir eru að æfa sig, nákvæmnin þarf að vera svo mikil. Svo blandast margar listgreinar inn í, nemendur verða til dæmis að segja sögu með tónverkinu og bera sig eins og ballettdansarar.“ Þeir eru margir sem Auður hefur kennt á þessum tveimur áratugum og þegar hin svokallaða Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur sína tónleika á haustin, þar sem nemendur tónlistarskólanna fá að spreyta sig, hefur hún átt hálfa fiðlusveitina ár eftir ár. Auður og Anna Guðný hafa spilað mikið saman og eru að ljúka við disk með íslenskri tónlist fyrir fiðlu og píanó, hún verður efni næstu tónleika. Nú lýsir Auður inntaki dagskrárinnar á morgun sem hún segir kraftmikla og litríka. „Bara Prokofjev-sónatan ein og sér er mjög dramatísk, samin í miðjum hreinsunum Stalíns, en Grieg-sónatan vegur á móti, það er falleg náttúrufegurð í henni. Maður sér fyrir sér skógana, firðina og fjöllin í Noregi. Argentínsku áhrifin í tangóinum eftir hlé eru líka ljúf. Ég hef spilað mikinn tangó. Hann er alltaf í mínu hjarta. Þetta verk var upprunalega skrifað fyrir selló en verður nú pottþétt í fyrsta sinn spilað á fiðlu hér á landi. Ég hef lengi átt það í fórum mínum.“ Í lokin er hún spurð hvort hún muni eftir fyrstu stóru tónleikunum sínum. „Já, þá spilaði ég Grieg númer 3 líka, minnir mig, líklega í Listasafni Íslands.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Mér fannst upplagt á þessum tímamótum að spila nokkur af mínum uppáhaldsverkum með henni Önnu Guðnýju,“ segir Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari glaðlega. Hún heldur tónleika á morgun í Norðurljósum í Hörpu klukkan 16 sem falla undir Sígilda sunnudaga. Tímamótin eru tvöföld, það eru 30 ár frá því hún hóf sinn fiðluleikaraferil og svo hefur hún kennt í 20 ár. „Ég hef blandað þessu tvennu mikið saman, að spila á tónleikum og kennslunni. Það hefur gengið vel. Kennslan veitir mér orku því hver einasti nemandi kemur með eitthvað nýtt inn í líf mitt og þeir verða vinir mínir alla ævi. Ég byrja á að huga að sjálfsmynd þeirra. Það er svo mikilvægt að hún sé sterk, annars gerist ekkert, sama í hverju maður er.“ Auður segir þá sem halda áfram á klassísku tónlistarbrautinni oft verða á vegi hennar í daglegu lífi og hinir sem velji sér annað lífsstarf græði líka á náminu því að það sé svo krefjandi. „Ég bið krakkana að horfa í smásjána í huganum þegar þeir eru að æfa sig, nákvæmnin þarf að vera svo mikil. Svo blandast margar listgreinar inn í, nemendur verða til dæmis að segja sögu með tónverkinu og bera sig eins og ballettdansarar.“ Þeir eru margir sem Auður hefur kennt á þessum tveimur áratugum og þegar hin svokallaða Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur sína tónleika á haustin, þar sem nemendur tónlistarskólanna fá að spreyta sig, hefur hún átt hálfa fiðlusveitina ár eftir ár. Auður og Anna Guðný hafa spilað mikið saman og eru að ljúka við disk með íslenskri tónlist fyrir fiðlu og píanó, hún verður efni næstu tónleika. Nú lýsir Auður inntaki dagskrárinnar á morgun sem hún segir kraftmikla og litríka. „Bara Prokofjev-sónatan ein og sér er mjög dramatísk, samin í miðjum hreinsunum Stalíns, en Grieg-sónatan vegur á móti, það er falleg náttúrufegurð í henni. Maður sér fyrir sér skógana, firðina og fjöllin í Noregi. Argentínsku áhrifin í tangóinum eftir hlé eru líka ljúf. Ég hef spilað mikinn tangó. Hann er alltaf í mínu hjarta. Þetta verk var upprunalega skrifað fyrir selló en verður nú pottþétt í fyrsta sinn spilað á fiðlu hér á landi. Ég hef lengi átt það í fórum mínum.“ Í lokin er hún spurð hvort hún muni eftir fyrstu stóru tónleikunum sínum. „Já, þá spilaði ég Grieg númer 3 líka, minnir mig, líklega í Listasafni Íslands.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira