Anton Sveinn með þriðja Íslandsmetið sitt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Anton Sveinn McKee er að bæta Íslandsmetin sín á HM. Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Sund Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari
Sund Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sjá meira