Gróðursetningarathöfn í minningu Gandhi Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 15:00 Sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstrong Changsan, mun gróðursetja tré í Hekluskógum í dag. Mynd/Anton Brink Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira