Fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 21:00 Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á. Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á.
Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira