Fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 21:00 Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á. Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á.
Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira