Lífið

Þórhildur Sunna fékk bónorð á aðfangadag

Sylvía Hall skrifar
Þórhildur Sunna trúlofaðist kærasta sínum Orpel Rafal í gær.
Þórhildur Sunna trúlofaðist kærasta sínum Orpel Rafal í gær. Vísir/Vilhelm

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að jólin hafi komið snemma í ár. Ástæðan er trúlofun hennar og Rafal Orpel, kærasta hennar.

„Ástin mín eina fór á skeljarnar við ströndina og ég sagði já, að eilífu já!“ skrifar Þórhildur við myndir af þeim saman að fagna trúlofuninni og óskar hún vinum gleðilegra jóla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.