Enski boltinn

„Ég sekta bara fyrir heimskulega hluti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Foden fær að líta rauða spjaldið í gær.
Foden fær að líta rauða spjaldið í gær. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann muni ekki refsa hinum unga Phil Foden eftir að hann fékk rautt spjald í 5-1 sigri Man. City á Atalanta í Meistaradeildinni í gær.

City lenti undir í leiknum en setti svo í gír og setti fimm mörk á lánlaust lið Atalanta sem er án stiga í riðlinum.

Foden fékk sitt annað gula spjald í stöðunni 5-1 en sá spænski segir að hinn nítján ára Englendingur þurfi að læra að atvikinu.

„Hann mun læra að þessu. Hann mun vita að eftir eitt gult spjald þarf hann að fara varlega,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

„Fólk segir að hann þurfi að spila meira og ég mun láta hann spila meira en það eru enn hlutir sem hann er langt frá í samanburði við David Silva og Kevin De Bruyne.“„Hann lærir að þessum stöðum og með gult spjald á bakinu þarf maður að fara varlega. Þetta snýst bara um reynslu.“

Guardiola segir þó að hann muni alls ekki refsa unga piltinum fyrir atvikið.

„Hann verður ekki sektaður. Ég sekta bara leikmenn fyrir heimskulega hluti, ekki rautt spjald sem er hluti af leiknum. Kannski þarf ég að borga honum fyrir hversu vel hann spilaði!“ bætti Guardiola við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.