Lífið

Leysa lygilegar þrautir í Super Bowl höllinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Horft hefur verið á myndbandið um tíu milljón sinnum.
Horft hefur verið á myndbandið um tíu milljón sinnum.

Á YouTube-rásinni Dude Perfect má sjá heldur mögnuð tilþrif í Mercedes-Benz höllinni í Atlanta þar sem úrslitaleikurinn í bandarísku NFL-deildinni fer fram á sunnudagskvöldið.

Mannvirkir er með hreinum ólíkindum og er um að ræða 71.000 manna yfirbyggðan völl. Í úrslitaleiknum mætast New England Patriots og Los Angeles Rams og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. 

Þeir félagar leysa allskyns þrautir inni í höllinni og nota til þess amerískan fótbolta.  Um er að ræða eitt allra vinsælasta myndband á YouTube um þessar mundir og skiljanlega, enda er myndbandið ótrúlegt.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×