Febrúarspá Siggu Kling – Steingeitin: Hefur betri tök á ástinni Sigga Kling skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Elsku Steingeitin mín, þú ert þrautseigari en andskotinn og ef eitthvað stoppar þig þá er það bara einhver smástund og þó þú lítir út fyrir að vera þolinmóð manneskja þá er biðlund alls ekki þér í blóð borin. Þótt þú munir bogna elskan mín, þá skaltu aldrei brotna. Desember, janúar og febrúar færa þér erfiða krossgátu en ef þú skoðar aðeins betur þá ertu með lausnarorðið, þá sérðu hvaða orð vantar í krossgátuna. Það er eitthvað einfalt og lítið og eins og smellpassar við þá hurð sem þér finnst vera stíf og streitast á móti því að vera opnuð. Hver mánuður gefur þér frjálsari hendur og lætur þér líða betur vegna þess að þér finnst þú hafir tekið hárréttar ákvarðanir. Fólkið í kringum þig og í þinni návist hefur ekki eins mikil áhrif á þig svo vellíðan streymir og þú færð einhvern veginn þannig kraft að það er eins og þú sért með óskaprik og getir sagt „hókus pókus“. Þú munt finna að þú hefur betri tök á ástinni, en ef þú ert á lausu og ekki búin að kynnast neinum sem fær hjarta þitt til að slá hraðar, þá skaltu vera alveg róleg og vanda svo sannarlega valið á þeirri manneskju sem þú vilt gefa ást þína. Þú átt eftir að upplifa það næsta mánuð og sjá að þú getur eitthvað svo miklu meira en þú hefur verið að bramboltast við, þú einfaldar lífið og gerir það svo sannarlega meðvitað. Samt er eins og þú látir margar áskoranir á sjálfa þig, eins og til dæmis; „Núna fer ég að stunda sjósund eða heimsæki Láru frænku á hverjum degi“ og þú munt elska þessar nýju áskoranir hvort sem þær eru stórar eða bara pínulitlar. Það er svo mikil ástríða í þér og þú elskar svo mikið þó að Satúrnus sé svolítið að stríða ykkur Steingeitunum með því að láta ykkur gera allt svo ábyrgðarfullt. Og að mörgu leyti finnst ykkur þið þurfið að vinna meira en önnur merki og gera betur alla daga, enda eru rosalega margir stríðsmenn fæddir í Steingeitinni. En nú er eins og það sé ekkert stríð, heldur friður ást og umhyggja og lífið knúsar ykkur. Óvenjulegur karakter þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, knús og kossar, KlingFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður, Laddi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Elsku Steingeitin mín, þú ert þrautseigari en andskotinn og ef eitthvað stoppar þig þá er það bara einhver smástund og þó þú lítir út fyrir að vera þolinmóð manneskja þá er biðlund alls ekki þér í blóð borin. Þótt þú munir bogna elskan mín, þá skaltu aldrei brotna. Desember, janúar og febrúar færa þér erfiða krossgátu en ef þú skoðar aðeins betur þá ertu með lausnarorðið, þá sérðu hvaða orð vantar í krossgátuna. Það er eitthvað einfalt og lítið og eins og smellpassar við þá hurð sem þér finnst vera stíf og streitast á móti því að vera opnuð. Hver mánuður gefur þér frjálsari hendur og lætur þér líða betur vegna þess að þér finnst þú hafir tekið hárréttar ákvarðanir. Fólkið í kringum þig og í þinni návist hefur ekki eins mikil áhrif á þig svo vellíðan streymir og þú færð einhvern veginn þannig kraft að það er eins og þú sért með óskaprik og getir sagt „hókus pókus“. Þú munt finna að þú hefur betri tök á ástinni, en ef þú ert á lausu og ekki búin að kynnast neinum sem fær hjarta þitt til að slá hraðar, þá skaltu vera alveg róleg og vanda svo sannarlega valið á þeirri manneskju sem þú vilt gefa ást þína. Þú átt eftir að upplifa það næsta mánuð og sjá að þú getur eitthvað svo miklu meira en þú hefur verið að bramboltast við, þú einfaldar lífið og gerir það svo sannarlega meðvitað. Samt er eins og þú látir margar áskoranir á sjálfa þig, eins og til dæmis; „Núna fer ég að stunda sjósund eða heimsæki Láru frænku á hverjum degi“ og þú munt elska þessar nýju áskoranir hvort sem þær eru stórar eða bara pínulitlar. Það er svo mikil ástríða í þér og þú elskar svo mikið þó að Satúrnus sé svolítið að stríða ykkur Steingeitunum með því að láta ykkur gera allt svo ábyrgðarfullt. Og að mörgu leyti finnst ykkur þið þurfið að vinna meira en önnur merki og gera betur alla daga, enda eru rosalega margir stríðsmenn fæddir í Steingeitinni. En nú er eins og það sé ekkert stríð, heldur friður ást og umhyggja og lífið knúsar ykkur. Óvenjulegur karakter þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, knús og kossar, KlingFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður, Laddi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira