Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 21:14 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Matt Dunham Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39
Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent