Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 18:30 Um er að ræða húsin tvö lengst til hægri á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira