Tunga hrefnunnar tútnaði út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 16:35 Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en það er væntanlega ekki mjög langt síðan. vísir/vilhelm Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir. Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir.
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48