Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 14:27 Spider-Man mun fylgja í fótspor fjölda ungmenna og skella sér í Evrópureisu í sumar. Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd hefur litið dagsins ljós. Myndin verður frumsýnd í júlí næstkomandi og vafalaust margir aðdáendur þessarar ofurhetju sem geta vart beðið.Þeir sem ekkert vilja vita um innihald myndarinnar eða næstu Marvel-mynda ættu ekki að lesa lengra. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:Aukaviðvörun, hér fyrir neðan er umfjöllun sem getur spillt áhorfi næstu Marvel-mynda:Það á ýmislegt eftir að gerast áður en Peter Parker fær að sjást í Spider-Man: Far Frome Home. Enn á eftir að frumsýna myndina Captain Marvel, sem Brie Larson leikur, í mars næstkomandi en Marvel-menn hafa gefið út að um sé að ræða öflugustu Marvel-hetjuna sem mun hafa ýmislegt að segja um söguþráð næstu Avengers-myndarinnar sem hefur hefur hlotið nafnið Endgame og verður sýnd í apríl. Þeir sem sáu Avengers: Infinity War vita væntanlega að Peter Parker, eða Spider-Man, varð að dufti í lok þeirrar myndar ásamt milljöðrum annarra eftir að Thanos hafði lokið ætlunarverki sínu með því að smella fingrum sínum. Hvernig hetjurnar sem eftir lifðu ná að vinda ofan af þeim gjörningi er óljóst en ýmsir hafa nefnt að Captain Marvel gæti haft eitthvað um það að segja og jafnvel eitthvað form af tímaflakki. En þetta er þó allt á huldu sem stendur og fæst ekki endanlega svarað fyrr en í apríl. Eitt er víst að Peter Parker, leikinn af Tom Holland, mun aftur líta dagsins ljós og mætir sprelllifandi til leiks í Far From Home þar sem hann fer í ferðalag til Evrópu en hittir þar hann fyrir ofurnjósnarann Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem einnig varð að dufti í Infinity War, sem tilkynnir Parker að það sé verk að vinna. Í stiklunni virðist glitta í Sandmanninn og Vatnsmanninn, eða Hydro Man, en aðalskúrkurinn í myndinni er sagður Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaall. Hvort hann verður sannur skúrkur á þó eftir að koma í ljós en í stiklunni er honum lýst sem blöndu af Iron Man og Thor. Disney Tengdar fréttir Fyrsta stikla Avengers komin í loftið Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. 7. desember 2018 13:46 Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd hefur litið dagsins ljós. Myndin verður frumsýnd í júlí næstkomandi og vafalaust margir aðdáendur þessarar ofurhetju sem geta vart beðið.Þeir sem ekkert vilja vita um innihald myndarinnar eða næstu Marvel-mynda ættu ekki að lesa lengra. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:Aukaviðvörun, hér fyrir neðan er umfjöllun sem getur spillt áhorfi næstu Marvel-mynda:Það á ýmislegt eftir að gerast áður en Peter Parker fær að sjást í Spider-Man: Far Frome Home. Enn á eftir að frumsýna myndina Captain Marvel, sem Brie Larson leikur, í mars næstkomandi en Marvel-menn hafa gefið út að um sé að ræða öflugustu Marvel-hetjuna sem mun hafa ýmislegt að segja um söguþráð næstu Avengers-myndarinnar sem hefur hefur hlotið nafnið Endgame og verður sýnd í apríl. Þeir sem sáu Avengers: Infinity War vita væntanlega að Peter Parker, eða Spider-Man, varð að dufti í lok þeirrar myndar ásamt milljöðrum annarra eftir að Thanos hafði lokið ætlunarverki sínu með því að smella fingrum sínum. Hvernig hetjurnar sem eftir lifðu ná að vinda ofan af þeim gjörningi er óljóst en ýmsir hafa nefnt að Captain Marvel gæti haft eitthvað um það að segja og jafnvel eitthvað form af tímaflakki. En þetta er þó allt á huldu sem stendur og fæst ekki endanlega svarað fyrr en í apríl. Eitt er víst að Peter Parker, leikinn af Tom Holland, mun aftur líta dagsins ljós og mætir sprelllifandi til leiks í Far From Home þar sem hann fer í ferðalag til Evrópu en hittir þar hann fyrir ofurnjósnarann Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem einnig varð að dufti í Infinity War, sem tilkynnir Parker að það sé verk að vinna. Í stiklunni virðist glitta í Sandmanninn og Vatnsmanninn, eða Hydro Man, en aðalskúrkurinn í myndinni er sagður Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaall. Hvort hann verður sannur skúrkur á þó eftir að koma í ljós en í stiklunni er honum lýst sem blöndu af Iron Man og Thor.
Disney Tengdar fréttir Fyrsta stikla Avengers komin í loftið Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. 7. desember 2018 13:46 Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30