Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 09:37 Peter Fenner ásamt Einari Hrafni Stefánssyni sem skrifaði að sjálfsögðu á fánann. Vísir/Kolbeinn Tumi Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner
Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira