Khloe hafnar því að Tristan hafi haldið framhjá með sér Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2019 13:30 Khloe og Tristan á góðri stundu. vísir/getty Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian neitar því að hún hafi vitað af óléttu Jordan Craig þegar samband hennar og körfuboltakappans Tristan Thompson hafi byrjað. Jordan Craig þessi er fyrrverandi kærasta Thompson og eiga þau saman þriggja ára gamlan son, Prince Thompson. Prince fæddist eftir að sambandi Thompson og Craig lauk. Þau standa nú í forræðisdeilum og við fyrirtöku málsins birtust gögn sem bentu til þess að Tristan hafi haldið framhjá óléttri Craig með Khloe Kardashian. Var þar Khloe einnig ásökuðum um að hafa vitað af ástandinu þegar samband þeirra hófst. Khloe brást við þessu á Instagram síðu sinni og þvertók þar fyrir það að hafa vitað af málinu þegar á fyrsta stefnumóti. Í yfirlýsingu sem hún birti segir„Ég hitti Tristan af því að hann samþykkti að fara á blint stefnumót með mér sem sameiginlegur vinur okkar skipulagði. Eftir nokkur stefnumót sagði Tristan mér að hann ætti fyrrverandi kærustu sem væri ólétt. Ég var auðvitað óviss um hvort við ættum að halda áfram að hittast. Tristan sagði mér að samband þeirra hafi verið búið löngu áður en við hittumst og hann sýndi mér sannanir fyrir því,“ skrifaði Khloe.Yfirlýsing Khloe KardashianSkjáskot/InstagramKhloeKardashianSagði hún að körfuboltamaðurinn, sem spilar með Cleveland Cavaliers í NBA deildinni, hafi sýnt henni samtöl milli Thompson og Craig, lögfræðingar hans hafi verið í samskiptum við hana. Vinir, viðskiptafélagar og jafnvel móðir hans hafi sagt henni að sambandið hafi verið búið áður en þau hittust. Kardashian sagði svo að þetta væri hennar sanna útgáfa og að hún vonaðist að þetta væri allt rétt. Væri svo ekki ætti engin kona skilið að ganga í gegnum svona atburði. Thompson hefur svo sannarlega komist í vandræði fyrir kvennafar sitt á undanförnum árum. Rétt fyrir fæðingu barns hans og Khloe Kardashian, True, birtust í fjölmiðlum myndbönd sem sýndu hann eiga vingott við konur á skemmtistað. Þá lauk sambandi þeirra Khloe eftir að í ljós koma að Tristan hafði , í samkvæmi á heimili hans, kysst Jordyn Woods, bestu vinkonu Kylie Jenner, systur Khloe. Hollywood Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian neitar því að hún hafi vitað af óléttu Jordan Craig þegar samband hennar og körfuboltakappans Tristan Thompson hafi byrjað. Jordan Craig þessi er fyrrverandi kærasta Thompson og eiga þau saman þriggja ára gamlan son, Prince Thompson. Prince fæddist eftir að sambandi Thompson og Craig lauk. Þau standa nú í forræðisdeilum og við fyrirtöku málsins birtust gögn sem bentu til þess að Tristan hafi haldið framhjá óléttri Craig með Khloe Kardashian. Var þar Khloe einnig ásökuðum um að hafa vitað af ástandinu þegar samband þeirra hófst. Khloe brást við þessu á Instagram síðu sinni og þvertók þar fyrir það að hafa vitað af málinu þegar á fyrsta stefnumóti. Í yfirlýsingu sem hún birti segir„Ég hitti Tristan af því að hann samþykkti að fara á blint stefnumót með mér sem sameiginlegur vinur okkar skipulagði. Eftir nokkur stefnumót sagði Tristan mér að hann ætti fyrrverandi kærustu sem væri ólétt. Ég var auðvitað óviss um hvort við ættum að halda áfram að hittast. Tristan sagði mér að samband þeirra hafi verið búið löngu áður en við hittumst og hann sýndi mér sannanir fyrir því,“ skrifaði Khloe.Yfirlýsing Khloe KardashianSkjáskot/InstagramKhloeKardashianSagði hún að körfuboltamaðurinn, sem spilar með Cleveland Cavaliers í NBA deildinni, hafi sýnt henni samtöl milli Thompson og Craig, lögfræðingar hans hafi verið í samskiptum við hana. Vinir, viðskiptafélagar og jafnvel móðir hans hafi sagt henni að sambandið hafi verið búið áður en þau hittust. Kardashian sagði svo að þetta væri hennar sanna útgáfa og að hún vonaðist að þetta væri allt rétt. Væri svo ekki ætti engin kona skilið að ganga í gegnum svona atburði. Thompson hefur svo sannarlega komist í vandræði fyrir kvennafar sitt á undanförnum árum. Rétt fyrir fæðingu barns hans og Khloe Kardashian, True, birtust í fjölmiðlum myndbönd sem sýndu hann eiga vingott við konur á skemmtistað. Þá lauk sambandi þeirra Khloe eftir að í ljós koma að Tristan hafði , í samkvæmi á heimili hans, kysst Jordyn Woods, bestu vinkonu Kylie Jenner, systur Khloe.
Hollywood Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira