Íslendingum bjargað úr sjávarháska við Hawaii Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 09:44 Red Sand Beach er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mynd/Google Maps. Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku. Bandaríkin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku.
Bandaríkin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira