Íslendingum bjargað úr sjávarháska við Hawaii Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 09:44 Red Sand Beach er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mynd/Google Maps. Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku. Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku.
Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira