Íslendingum bjargað úr sjávarháska við Hawaii Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 09:44 Red Sand Beach er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mynd/Google Maps. Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Slökkvilið og aðrir björgunaraðilar fengu tilkynningu rétt eftir klukkan tvö síðdegis að staðartíma á sunnudaginn um að fimm manns væru í sjávarháska fyrir utan hina vinsælu Red Sand Beach, skammt hjá bænum Hāna á Maui-eyju, að því er fram kemur í staðarmiðlum á Hawaii. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang höfðu tveir af þeim fimm sem sagðir voru í hættu náð að koma sér í land en þeir sem eftir voru höfðu rekið töluvert frá landi, um 130 til 180 metra að sögn staðarmiðla. Þar á meðal voru íslenskur maður og íslenskur drengur, tíu ára gamall, ásamt heimamanni. Slökkviliðsmanni tókst að synda að einum þeirra sem eftir var í sjónum á meðan björgunaraðilar á sjóþotum náðu til hinna tveggja sem eftir voru en líðan þeirra var talin verri eftir dvölina í sjónum. Voru þeir fluttir með hraði til Hāna á meðan þyrla sótti slökkviliðsmanninn og þann sem eftir var í sjónum. Í fréttum staðarmiðla á Hawaii segir að þremenningarnir hafi gleypt töluvert af vatni og að hinn tíu ára íslenski drengur hafi meðal annars fluttur á Maui Memorial-sjúkrahúsið í Wailuku, þar sem hann þurfti frekari aðhlynningu. Allt í allt tóku aðgerðir um tvo tíma en svo virðist sem að viðvörun vegna mikillar ölduhæðar hafi verið í gildi á sunnudeginum, en varað hafði verið við allt að þriggja metra háum öldum og möguleg hærri, vegna áhrifa fellibylsins Flossie sem fór nærri Hawaii í síðustu viku.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira