Enski boltinn

Liver­pool horfir til væng­manns Bour­nemouth í janúar­glugganum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fraser í leik með Bournemouth.
Fraser í leik með Bournemouth. vísir/getty
Liverpool er talið hafa áhuga á miðjumanni Bournemouth, Ryan Fraser. Samkvæmt talkSport á Fraser í viðræðum við Bournemouth um félagaskipti.

Fraser hefur ekki náð sér á strik á þessari leiktíð eftir að hafa farið á kostum á þeirri síðustu. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins.

Hann hefur áður verið orðaður við mörg af stærri félögum enska boltans en samningur hans við Bournemouth rennur út næsta sumar.

Liverpool er talið fremst í röðinni og Bournemouth vill losna við Fraser í janúar til að fá smá pening fyrir hann. Annars fer hann frítt næsta sumar.

Blaðamaður talkSPORT, Alex Crook, segir að samband Fraser og Eddie Howe, stjóra Bournemouth, sé ekki gott og félagið vilji losna við Fraser í janúar.

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Bournemouth siglir lygnan sjó. Liðið er í 9. sæti deildarinnar með 16 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.