Átti ekki hælaskó og farðaði sig þrisvar á ári Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 10:45 Birta Abiba Þórhallsdóttir er spennt fyrir því að vera fulltrúi Íslands í Miss Universe í næstu viku. Aðsend mynd Birta Abiba Þórhallsdóttir keppir þann 8. desember næstkomandi í Miss Universe fyrir Íslands hönd. Síðustu vikur hefur Birta verið að undirbúa sig „bæði andlega og líkamlega“ fyrir Miss Universe keppnina. Hún var stödd í Miami þegar Vísir náði tali af henni en hún flýgur í dag til Atlanta þar sem keppnin er haldin í næstu viku. „Undirbúningurinn hefur gengið frábærlega ef tekið er tillit til þess að fyrir ári síðan átti ég ekki eitt par af hælaskóm og málaði mig kannski þrisvar á ári.“ Birta segir að hún sé ósköp venjuleg tvítug íslensk stelpa frá Mosó. Hún elskar að skrifa, hanga með fjölskyldu sinni og að fara upp í sveit. Í Miss Universe er engin netkosning svo álit dómnefndar ræður öllu í keppninni. „Líkt og í keppninni heima þá byrjar hún með sundfata eða bikiní keppni svo kvöldkjóla. Síðan er skorið niður og frá þeim punkt eru stelpurnar að segja frá sér, svara spurningum og tala um það sem skiptir þær mestu máli. Ég myndi skilgreina þessa keppni sem vettvang fyrir ungar konur til að geta farið með á framfæri, málefni sem þeim þykir mikilvæg. Þar sem mikill áhersla er lögð á menntun, góðgerðarvinnu og að vera góð fyrirmynd.“Birta flýgur til Atlanta í dag.Facebook/Miss Universe IcelandMikilvægt að standa með sjálfri sér Birta hefur frá unga aldri upplifað fordóma, uppnefni, stríðni og jafnvel ofbeldi vegna húðlitar.„Mitt markmið hefur alltaf verið að verða einskonar fyrirmynd fyrir aðrar stúlkur af blönduðum uppruna, eins og ég hefði viljað hafa þegar ég var yngri.“ Manuela Ósk Harðardóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Miss Universe keppninnar á Íslandi og segir Birta að stuðningur hennar hafi verið afar dýrmætur í þessu ferli. „Ég segi alltaf að ég væri fiskur á þurru landi án Manuelu þar sem hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig.“ Birta segir að hún sé mjög heppin og hafi fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu og vinum í kringum keppnina hér á landi og einnig hafi hún fundið fyrir mikilli ást frá ókunnugum. Ferlið hefur verið mjög lærdómsríkt. „Ég hef lært hversu mikilvægt það er að standa með sjálfri þér. Gefast aldrei upp og lifa lífinu lifandi.“ Hún segir að það erfiðasta við þessa keppni hafi verið að byrja að ganga á hælaskóm því fætur hennar hafi alls ekki verið vanir því. Það besta séu svo öll ferðalögin og allt fólkið sem hún hefur kynnst. „Ég vona að ungt fólk viti að þau eru nóg, sama hvernig þau líta út og þau geta allt sem þau ætlar sér,“ segir Birta að lokum.Aðsend myndBirta var í einlægu viðtali í Einkalífinu á Vísi í síðasta mánuði og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í viðtalinu ræðir Birta um barnæskuna, fordómana, drauma sína og Miss Universe keppnina. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Upplifði mikið sjálfshatur í æsku „Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. 22. október 2019 12:30 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Enginn beðið mig afsökunar "Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“ 20. október 2019 10:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Birta Abiba Þórhallsdóttir keppir þann 8. desember næstkomandi í Miss Universe fyrir Íslands hönd. Síðustu vikur hefur Birta verið að undirbúa sig „bæði andlega og líkamlega“ fyrir Miss Universe keppnina. Hún var stödd í Miami þegar Vísir náði tali af henni en hún flýgur í dag til Atlanta þar sem keppnin er haldin í næstu viku. „Undirbúningurinn hefur gengið frábærlega ef tekið er tillit til þess að fyrir ári síðan átti ég ekki eitt par af hælaskóm og málaði mig kannski þrisvar á ári.“ Birta segir að hún sé ósköp venjuleg tvítug íslensk stelpa frá Mosó. Hún elskar að skrifa, hanga með fjölskyldu sinni og að fara upp í sveit. Í Miss Universe er engin netkosning svo álit dómnefndar ræður öllu í keppninni. „Líkt og í keppninni heima þá byrjar hún með sundfata eða bikiní keppni svo kvöldkjóla. Síðan er skorið niður og frá þeim punkt eru stelpurnar að segja frá sér, svara spurningum og tala um það sem skiptir þær mestu máli. Ég myndi skilgreina þessa keppni sem vettvang fyrir ungar konur til að geta farið með á framfæri, málefni sem þeim þykir mikilvæg. Þar sem mikill áhersla er lögð á menntun, góðgerðarvinnu og að vera góð fyrirmynd.“Birta flýgur til Atlanta í dag.Facebook/Miss Universe IcelandMikilvægt að standa með sjálfri sér Birta hefur frá unga aldri upplifað fordóma, uppnefni, stríðni og jafnvel ofbeldi vegna húðlitar.„Mitt markmið hefur alltaf verið að verða einskonar fyrirmynd fyrir aðrar stúlkur af blönduðum uppruna, eins og ég hefði viljað hafa þegar ég var yngri.“ Manuela Ósk Harðardóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Miss Universe keppninnar á Íslandi og segir Birta að stuðningur hennar hafi verið afar dýrmætur í þessu ferli. „Ég segi alltaf að ég væri fiskur á þurru landi án Manuelu þar sem hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig.“ Birta segir að hún sé mjög heppin og hafi fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu og vinum í kringum keppnina hér á landi og einnig hafi hún fundið fyrir mikilli ást frá ókunnugum. Ferlið hefur verið mjög lærdómsríkt. „Ég hef lært hversu mikilvægt það er að standa með sjálfri þér. Gefast aldrei upp og lifa lífinu lifandi.“ Hún segir að það erfiðasta við þessa keppni hafi verið að byrja að ganga á hælaskóm því fætur hennar hafi alls ekki verið vanir því. Það besta séu svo öll ferðalögin og allt fólkið sem hún hefur kynnst. „Ég vona að ungt fólk viti að þau eru nóg, sama hvernig þau líta út og þau geta allt sem þau ætlar sér,“ segir Birta að lokum.Aðsend myndBirta var í einlægu viðtali í Einkalífinu á Vísi í síðasta mánuði og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í viðtalinu ræðir Birta um barnæskuna, fordómana, drauma sína og Miss Universe keppnina.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Upplifði mikið sjálfshatur í æsku „Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. 22. október 2019 12:30 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Enginn beðið mig afsökunar "Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“ 20. október 2019 10:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30
Upplifði mikið sjálfshatur í æsku „Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. 22. október 2019 12:30
Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30
Enginn beðið mig afsökunar "Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“ 20. október 2019 10:00