„Síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2018 10:30 Þórunn og Harry eiga í dag eina stúlku. Þeir sem fylgjast með lífstílsbloggurum þekkja eflaust Þórunni Ívarsdóttur flugfreyju en hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Sindri Sindrason ræddi við Þórunni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 29 ára í dag og þegar ég var 25 ára var ég greind með endómetríósu og var ég búin að finna fyrir einkennum síðan ég var svona 21 árs,“ segir Þórunn. „Ég var eitthvað búin að google því ég var svo sárþjáð þegar ég var með þessi einkenni. Ég endaði oft á heimasíðu samtaka um endómetríósu en síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið og það eina sem ég hugsaði er að núna hringi ég á sjúkrabíl.“Mikið áfall Legslímuflakk eða endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegur kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærunum og mynda þar legslímuflakk sem síðan veldur bólgum og blöðrumyndun. Frumurnar í legslímuflakki bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum.Þórunn opnar sig um sjúkdóminn.„Fyrsta aðgerðin var gerð 2015 og hún er bara gerð til að greina sjúkdóminn og þá er bara rétt verið að skoða því læknar vilja sjá sjúkdóminn. Þarna fer ég í aðgerð til að greina sjúkdóminn og er aðeins verið að brenna fyrir einhverja samgróninga. Maður er eiginlega bara á getnaðarvörn til að halda þessu niðri þangað til maður fer í aðgerð. Læknirinn segir við mig að ég ætti strax að fara huga að barneignum því það gæti orðið vandamál. Þarna fer ég í algjört áfall og aldrei vitað að þetta yrði eitthvað vandamál.“ Hún segir að þarna hafi hún verið í sambandi með Harry Sampsted í um eitt ár. „Þetta var rosalega snemmt í okkar sambandi en ég verð ólétt strax en ég missi þá fóstur. Þó að þetta hafi verið ógeðslega leiðinlegt þá var alltaf smá vonarglæta að þetta myndi ganga.“Hefur hjálpað fjölmörgum konum Þarna var Þórunn búin að fara í eina aðgerð og fór síðan í aðra árið 2017. „Legið mitt var eiginlega samgróið við ristilinn og þar er verið að losa allt í sundur. Þar er farið inn í eggjastokk, blaðra tekin og allt gert og ég hef eiginlega verið einkennalaus síðan,“ segir Þórunn og bætir við að þarna hafi þau aftur reynt að verða ólétt. Þeim var bent á það að reyna í þrjá mánuði en síðan væri sniðugt að athuga með aðra möguleika eins og glasa frjóvgun. Eftir tæplega þrjá mánuði varð Þórunn síðan ólétt og gleðin því mikil. Þórunn vill opna umræðuna um þennan nýviðurkennda sjúkdóm. „Fyrir konur sem eru kannski yngri en ég og vita ekki hvað er að hrjá þær. Ég veit það nú þegar að ég er búin að hjálpa ótrúlega mörgum konum eftir að ég opnaði mig með þetta. Það er ekkert eðlilegt að vera með brjálæðislega mikla túrverki svo þú getir ekki stundað vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Þórunni. Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Sjá meira
Þeir sem fylgjast með lífstílsbloggurum þekkja eflaust Þórunni Ívarsdóttur flugfreyju en hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Sindri Sindrason ræddi við Þórunni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 29 ára í dag og þegar ég var 25 ára var ég greind með endómetríósu og var ég búin að finna fyrir einkennum síðan ég var svona 21 árs,“ segir Þórunn. „Ég var eitthvað búin að google því ég var svo sárþjáð þegar ég var með þessi einkenni. Ég endaði oft á heimasíðu samtaka um endómetríósu en síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið og það eina sem ég hugsaði er að núna hringi ég á sjúkrabíl.“Mikið áfall Legslímuflakk eða endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegur kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærunum og mynda þar legslímuflakk sem síðan veldur bólgum og blöðrumyndun. Frumurnar í legslímuflakki bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum.Þórunn opnar sig um sjúkdóminn.„Fyrsta aðgerðin var gerð 2015 og hún er bara gerð til að greina sjúkdóminn og þá er bara rétt verið að skoða því læknar vilja sjá sjúkdóminn. Þarna fer ég í aðgerð til að greina sjúkdóminn og er aðeins verið að brenna fyrir einhverja samgróninga. Maður er eiginlega bara á getnaðarvörn til að halda þessu niðri þangað til maður fer í aðgerð. Læknirinn segir við mig að ég ætti strax að fara huga að barneignum því það gæti orðið vandamál. Þarna fer ég í algjört áfall og aldrei vitað að þetta yrði eitthvað vandamál.“ Hún segir að þarna hafi hún verið í sambandi með Harry Sampsted í um eitt ár. „Þetta var rosalega snemmt í okkar sambandi en ég verð ólétt strax en ég missi þá fóstur. Þó að þetta hafi verið ógeðslega leiðinlegt þá var alltaf smá vonarglæta að þetta myndi ganga.“Hefur hjálpað fjölmörgum konum Þarna var Þórunn búin að fara í eina aðgerð og fór síðan í aðra árið 2017. „Legið mitt var eiginlega samgróið við ristilinn og þar er verið að losa allt í sundur. Þar er farið inn í eggjastokk, blaðra tekin og allt gert og ég hef eiginlega verið einkennalaus síðan,“ segir Þórunn og bætir við að þarna hafi þau aftur reynt að verða ólétt. Þeim var bent á það að reyna í þrjá mánuði en síðan væri sniðugt að athuga með aðra möguleika eins og glasa frjóvgun. Eftir tæplega þrjá mánuði varð Þórunn síðan ólétt og gleðin því mikil. Þórunn vill opna umræðuna um þennan nýviðurkennda sjúkdóm. „Fyrir konur sem eru kannski yngri en ég og vita ekki hvað er að hrjá þær. Ég veit það nú þegar að ég er búin að hjálpa ótrúlega mörgum konum eftir að ég opnaði mig með þetta. Það er ekkert eðlilegt að vera með brjálæðislega mikla túrverki svo þú getir ekki stundað vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Þórunni.
Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun