Listahjónin Baldur og Patty standa fyrir sýningunni Skemmtilegs Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2018 12:30 Patty og Baldur við Þingvallavatn í vikunni. mynd/Harriet Selma Listahjónin Patty Spyrakos og Baldur Helgason standa í sameiningu að sýningunni Skemmtilegs en þar getur á að líta fjölbreytt úrval verka, bæði olíumálverk og teikningar Baldurs og keramikskúlptúra Pattyar. Sýningin er í Gallery Port og hefur hún göngu sína á laugardaginn og stendur yfir til 9. ágúst. Verkin byggjast á sjónrænni skynjun þeirra á hversdagslegum fyrirbrigðum og óhlutbundnum verum en þau Patty og Baldur sækja innblástur í kvikan skurðpunkt dægurmenningar, félags- og siðfræðistefna, þróunarsálfræði og dulhyggju. Baldur fæst í verkum sínum við mannveruna og túlkar hana stundum í nær óhlutbundinni naumhyggju en líka í villtri tjástefnu þrástefja. Verk hans vega salt á milli angistar og kímni en undir yfirborði viðfangsefnanna er að finna öflugan straum mennsku og mannúðar í skopmyndastíl. Handunnir skúlptúrar Pattyar sýna kvenleg form í skoplegum stíl og hráan raunveruleika þess að reyna að viðhalda öflugri sjálfsvitund, samtímis því að þurfa bæði að bjóða mjólk og huggun.Leitast ekki við gallalausa ímynd Öll verkin sýna konu okkar daga með brjóstin berskjölduð, þykkar varir og stífa handleggi en þannig er áhersla lögð á hlutverk hennar sem viðfangs. Patty leitast ekki við að móta gallalausa og tímalausa nakta ímynd heldur gætir þess að innsta togstreita endurspeglist í því sem við augum blasir. Yfirborðið er ýmist matt eða glansandi, ólgandi eða slétt og þetta, í bland við afmyndaða andlitsdrættina, dregur ekki dul á öngþveitið. Verurnar skarta oft slaufum og bólginni kvenlegri hárgreiðslu til þess að sýnast en það undirstrikar einungis að útilokað er að dæma fólk eftir útlitinu einu saman. Patty hefur einnig unnið röð samstæðra verka um vinsæl matvæli í því skyni að rannsaka íslenska umhverfið. Patty og Baldur unnu verkin á sýningunni í vinnustofu sinni í Chicago þar sem þau búa og starfa. Þetta er önnur sýning Baldurs í Gallery Port og fyrsta sýning Pattyar á Íslandi. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Listahjónin Patty Spyrakos og Baldur Helgason standa í sameiningu að sýningunni Skemmtilegs en þar getur á að líta fjölbreytt úrval verka, bæði olíumálverk og teikningar Baldurs og keramikskúlptúra Pattyar. Sýningin er í Gallery Port og hefur hún göngu sína á laugardaginn og stendur yfir til 9. ágúst. Verkin byggjast á sjónrænni skynjun þeirra á hversdagslegum fyrirbrigðum og óhlutbundnum verum en þau Patty og Baldur sækja innblástur í kvikan skurðpunkt dægurmenningar, félags- og siðfræðistefna, þróunarsálfræði og dulhyggju. Baldur fæst í verkum sínum við mannveruna og túlkar hana stundum í nær óhlutbundinni naumhyggju en líka í villtri tjástefnu þrástefja. Verk hans vega salt á milli angistar og kímni en undir yfirborði viðfangsefnanna er að finna öflugan straum mennsku og mannúðar í skopmyndastíl. Handunnir skúlptúrar Pattyar sýna kvenleg form í skoplegum stíl og hráan raunveruleika þess að reyna að viðhalda öflugri sjálfsvitund, samtímis því að þurfa bæði að bjóða mjólk og huggun.Leitast ekki við gallalausa ímynd Öll verkin sýna konu okkar daga með brjóstin berskjölduð, þykkar varir og stífa handleggi en þannig er áhersla lögð á hlutverk hennar sem viðfangs. Patty leitast ekki við að móta gallalausa og tímalausa nakta ímynd heldur gætir þess að innsta togstreita endurspeglist í því sem við augum blasir. Yfirborðið er ýmist matt eða glansandi, ólgandi eða slétt og þetta, í bland við afmyndaða andlitsdrættina, dregur ekki dul á öngþveitið. Verurnar skarta oft slaufum og bólginni kvenlegri hárgreiðslu til þess að sýnast en það undirstrikar einungis að útilokað er að dæma fólk eftir útlitinu einu saman. Patty hefur einnig unnið röð samstæðra verka um vinsæl matvæli í því skyni að rannsaka íslenska umhverfið. Patty og Baldur unnu verkin á sýningunni í vinnustofu sinni í Chicago þar sem þau búa og starfa. Þetta er önnur sýning Baldurs í Gallery Port og fyrsta sýning Pattyar á Íslandi.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“