Lífið

Edda Hermanns og Rikki Daða trúlofuð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ríkharður og Edda hafa verið saman frá því í byrjun síðasta árs..
Ríkharður og Edda hafa verið saman frá því í byrjun síðasta árs.. Vísir/Samsett
Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, eru trúlofuð. Edda greindi nýverið frá þessu í færslu á Instagram-reikningi sínum.

Ríkharður virðist hafa beðið unnustunnar á Ítalíu þar sem parið var statt í brúðkaupsveislu hjá sjónvarpskonunni Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og sálfræðingnum Hauki Inga Guðnasyni, ef marka má færslu Eddu.

Fyrst var greint frá því að Edda og Ríkharður væru að stinga saman nefjum í maí á síðasta ári en þá höfðu þau verið saman í nokkra mánuði. Lífið óskar turtildúfunum innilega til hamingju.

Edda vann lengi vel hjá RÚV við spurningaþáttinn Gettu Betur áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka. Ríkharður var atvinnumaður í knattspyrnu í mörg ár og lék með íslenska karlalandsliðinu. Hann skoraði til að mynda eitt frægasta mark í sögu landsliðsins, þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Frakka á Laugardalsvellinum árið 1998.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.