Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 21:00 Það voru áhafnarmeðlimir á Fjölni GK sem fengu legg í veiðarfæri sín þar sem þeir voru við veiðar á Faxaflóa. mynd/jón steinar sæmundsson Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur.
Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55