Gerðu lítið úr leikara The Cosby Show fyrir að vinna á kassa í kjörbúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 16:11 Til vinstri má sjá umrædda mynd af Owens við störf afgreiðslustörf í verslun keðjunnar Trader Joe's í New Jersey í Bandaríkjunum. Til hægri má sjá Owens er hann var á hátindi Cosby-ferilsins á níunda áratugnum. Mynd/Samsett Bandaríski leikarinn Geoffrey Owens, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Elvin Tibideaux í þáttaröðinni The Cosby Show, varð fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum á dögunum eftir að mynd af honum við störf á kassa í verslun keðjunnar Trader Joe‘s var dreift á netinu. Fyrst voru birtar myndir af Owens við störf í búðinni á vef Daily Mail. Mörgum samfélagsmiðlanotendum þótti miðillinn gera lítið úr Owens með fyrirsögninni, sem undirstrikaði vistaskiptin, auk þess sem sérstaklega var tekið fram í greininni að bolur leikarans væri „blettóttur“ er hann „vigtaði poka af kartöflum“. Þá hafa fjölmargir stokkið Owens til varnar á samfélagsmiðlum eftir að myndirnar komust í dreifingu. Leikkonan Justine Bateman var harðorð í garð þeirra sem mynduðu Owens og sagði umrædda einstaklinga „hyski“.So, 26 years after one TV job, this guy looks differently (shock) and is earning an honest living at a Trader Joe's. The people taking his picture and passing judgment are trash. https://t.co/OUbOORk6jW— Justine Bateman (@JustineBateman) September 1, 2018 Breski leikarinn Chris Rankin, sem fór með hlutverk Percy Weasley í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, tjáði sig einnig um málið. Rankin sagðist sjálfur hafa unnið hjá bresku veitingastaðakeðjunni Wetherspoons eftir að hann lék í myndunum. „Þú gerir það sem þú þarft að gera og maður á ekki að skammast sín fyrir það,“ skrifaði Rankin í færslu á Twitter-reikning sínum.I worked in a Wetherspoons kitchen after being in Harry Potter. I needed a job, no shame in that. And you know what? I really enjoyed it! You do what you need to do and that's nothing to be ashamed of. https://t.co/1RI8sltHMe— Chris Rankin (@chrisrankin) September 1, 2018 Bandaríski leikarinn Terry Crews, sem lék amerískan fótbolta í NFL-deildinni áður en hann sló í gegn á hvíta tjaldinu, tók undir með Rankin. Crews sagðist hafa skúrað gólf eftir að fótboltaferlinum lauk. „Ég endurtæki leikinn ef ég þyrfti,“ skrifaði Crews.I swept floors AFTER the @NFL. If need be, I'd do it again. Good honest work is nothing to be ashamed of. https://t.co/8mseCpaIqz— terrycrews (@terrycrews) September 2, 2018 Þá hefur myndbirtingin orðið til þess að myllumerkinu #ActorsWithDayJobs, eða „leikarar í dagvinnu“, var hleypt af stokkunum. Þar eru leikarar og aðrir listamenn, sem hafa neyðst til að vinna önnur störf meðfram listinni, hvattir til að segja sögu sína.This #LaborDay, we honor #geoffreyowens & ALL of the hard-working actors & artists who work 1, 2, 3 day jobs in order to pay the bills, take care of their families & still work to entertain us. #ActorsWithDayJobs, please share yours! We're here for u & will RT #ActorsWithDayJobs— SAG-AFTRA Foundation (@sagaftraFOUND) September 3, 2018 Owens er 57 ára og fór, eins og áður sagði, með hlutverk eiginmanns Sondru Huxtable, elstu dóttur Huxtable-hjónanna í síðustu fimm þáttaröðum hinna geisivinsælu The Cosby Show. Hann hefur síðan farið með hlutverk í þáttum á borð við Law & Order og It‘s Always Funny in Philadelphia. Þá hefur Owens einnig farið með hlutverk á sviði, kennt leiklist og unnið sem leikstjóri síðan hann lagði Cosby-skóna á hilluna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Geoffrey Owens, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Elvin Tibideaux í þáttaröðinni The Cosby Show, varð fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum á dögunum eftir að mynd af honum við störf á kassa í verslun keðjunnar Trader Joe‘s var dreift á netinu. Fyrst voru birtar myndir af Owens við störf í búðinni á vef Daily Mail. Mörgum samfélagsmiðlanotendum þótti miðillinn gera lítið úr Owens með fyrirsögninni, sem undirstrikaði vistaskiptin, auk þess sem sérstaklega var tekið fram í greininni að bolur leikarans væri „blettóttur“ er hann „vigtaði poka af kartöflum“. Þá hafa fjölmargir stokkið Owens til varnar á samfélagsmiðlum eftir að myndirnar komust í dreifingu. Leikkonan Justine Bateman var harðorð í garð þeirra sem mynduðu Owens og sagði umrædda einstaklinga „hyski“.So, 26 years after one TV job, this guy looks differently (shock) and is earning an honest living at a Trader Joe's. The people taking his picture and passing judgment are trash. https://t.co/OUbOORk6jW— Justine Bateman (@JustineBateman) September 1, 2018 Breski leikarinn Chris Rankin, sem fór með hlutverk Percy Weasley í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, tjáði sig einnig um málið. Rankin sagðist sjálfur hafa unnið hjá bresku veitingastaðakeðjunni Wetherspoons eftir að hann lék í myndunum. „Þú gerir það sem þú þarft að gera og maður á ekki að skammast sín fyrir það,“ skrifaði Rankin í færslu á Twitter-reikning sínum.I worked in a Wetherspoons kitchen after being in Harry Potter. I needed a job, no shame in that. And you know what? I really enjoyed it! You do what you need to do and that's nothing to be ashamed of. https://t.co/1RI8sltHMe— Chris Rankin (@chrisrankin) September 1, 2018 Bandaríski leikarinn Terry Crews, sem lék amerískan fótbolta í NFL-deildinni áður en hann sló í gegn á hvíta tjaldinu, tók undir með Rankin. Crews sagðist hafa skúrað gólf eftir að fótboltaferlinum lauk. „Ég endurtæki leikinn ef ég þyrfti,“ skrifaði Crews.I swept floors AFTER the @NFL. If need be, I'd do it again. Good honest work is nothing to be ashamed of. https://t.co/8mseCpaIqz— terrycrews (@terrycrews) September 2, 2018 Þá hefur myndbirtingin orðið til þess að myllumerkinu #ActorsWithDayJobs, eða „leikarar í dagvinnu“, var hleypt af stokkunum. Þar eru leikarar og aðrir listamenn, sem hafa neyðst til að vinna önnur störf meðfram listinni, hvattir til að segja sögu sína.This #LaborDay, we honor #geoffreyowens & ALL of the hard-working actors & artists who work 1, 2, 3 day jobs in order to pay the bills, take care of their families & still work to entertain us. #ActorsWithDayJobs, please share yours! We're here for u & will RT #ActorsWithDayJobs— SAG-AFTRA Foundation (@sagaftraFOUND) September 3, 2018 Owens er 57 ára og fór, eins og áður sagði, með hlutverk eiginmanns Sondru Huxtable, elstu dóttur Huxtable-hjónanna í síðustu fimm þáttaröðum hinna geisivinsælu The Cosby Show. Hann hefur síðan farið með hlutverk í þáttum á borð við Law & Order og It‘s Always Funny in Philadelphia. Þá hefur Owens einnig farið með hlutverk á sviði, kennt leiklist og unnið sem leikstjóri síðan hann lagði Cosby-skóna á hilluna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira