Markmið samtakanna er að hjálpa stúlkum þar í landi að koma undir sig fótunum á ný eftir að hafa þurft að takast á við erfiðleika, líkt og foreldramissi, fátækt og barneignir á unga aldri.
Tómas Ingi Adolfsson, gjaldkeri CLF á Íslandi, ætlar að reima á sig hlaupaskóna og klára 10 kílómetra til styrktar samtökunum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 18. ágúst næstkomandi.
„Það er því miður þannig að konur þar í landi standa höllum fæti og menntun stúlkna er ekki talin mikilvæg í samanburði við menntun drengja. Okkar vinna fer meðal annars í að styðja við rekstur verkmenntaskóla fyrir stúlkur og er mikil upplifun að vera þarna úti og sjá hvað starfsemin gerir mikið fyrir nemendurna og starfsfólk skólans,“ segir Tómas.

„Af hafa aðgang að vatni er ekki eitthvað sem þurfum að hugsa um hér á landi og eins að börnin okkur hafi góðan aðgang að menntun, burtséð frá kyni. Við ætlum okkar að efla starfsemi skólans enn frekar og fá til dæmis fleiri góða kennara og bæta inn verkefnum, eins og fatasaum, hænsnarækt og kertagerð, en þau verkefni gera skólanum og nemendum hans kleift að selja afraksturinn og efla þar með sjálfstraust stúlknanna og bæta hag þeirra til framtíðar“.
Hægt er að styða við CLF á Íslandi hér.