Fékk Ólympíubronsið sitt tíu árum of seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 17:00 Kelly Sotherton með bronsverðlaunin sín. Vísir/Getty Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty Ólympíuleikar Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira
Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira