Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Sighvatur Jónsson skrifar 6. desember 2018 12:00 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði 1,5 milljarðs króna neyðarlán til Póstsins. Félag atvinnurekenda vill að gerð verði óháð úttekt á fjárfestingum fyrirtækisins. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“ Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15