Haustspá Siggu Kling – Ljónið: Ef það er nóg að borða verður ljónið ekki árásargjarnt 7. september 2018 09:00 Elsku Ljónið mitt, þú hefur verið á svo merkilegum tímamótum undanfarið og það almáttuga er að gefa þér ný tækifæri til að spreyta þig í því sem þú ert bestur í, sjálfstæði þitt og sjálfstraust er að aukast og þú átt eftir að láta allt dramað í kringum þig næstum því alveg vera. Þér finnst oft þér líði vel í mikilli spennu en henni fylgir mikil kvíði og hræðsla og þá áttu það til að verða árásargjarn. Í dýraríkinu er Ljónið þannig að ef það hefur nóg að borða verður það ekki árásargjarnt, það mun jafnvel leyfa þér að klappa sér en ef það er svangt þá er voðinn vís. Í lífinu elsku Ljónið mitt elska þig svo margir að ef þú bara réttir út litlafingur þá munu allir færa þér mat eða það sem þig vantar, því allir vilja að Ljónið sé til friðs. Það halda margir þú hafir eitthvað að fela, því að þegar þú birtist þá eru allra augu á þér, en þú hefur ekkert að fela, þú þarft bara að standa undir því að vera þessi stjarna sem fólki finnst þú sért. Það sem er að mæta þér er að þú munt elska og senda ást til annarra og skilja að þú ert með hjarta úr gulli. Í ástamálunum skaltu steinhætta öllum leikjum, bara gefa skilyrðislaust því þá færðu það sem þú vilt. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í og í gegnum sýnir þér erfiðan veg og miklar torfærur en fljótlega muntu sjá og fagna því hversu auðvelt það var og lífið er yndislegt. Þú þarft að virkja forvitnina í þér og skoða fleiri möguleika en þú ert að sjá núna, vegirnir þínir liggja nefnilega til allra átta og það er ekki ein lausn á neinu vandamáli. Ástin mun umlykja þig á þessum tíma og þó þér finnist þú hafir lent í ástarhremmingum áður, þá er ástin tengd svo mörgu, ótti við ástina og ótti við Lífið er það eina sem stoppar þig. Eftir því sem líður á líf þig verður þér nákvæmlega sama um hvað aðrir hugsa sem mun skapa þér gott sjálfsálit. Það eru ekki doktorsgráðurnar sem gera þig hamingusamt þó þú haldir það, núna er að koma til þín í óvenjulegum aðstæðum fólk sem mun sýna þér hvernig þú getur leyst það sem þú óttast svo gefðu nýjum manneskjum í lífi þínu tækifæri, þú veist aldrei hver getur breytt þínu lífi.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi, Hulk. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, þú hefur verið á svo merkilegum tímamótum undanfarið og það almáttuga er að gefa þér ný tækifæri til að spreyta þig í því sem þú ert bestur í, sjálfstæði þitt og sjálfstraust er að aukast og þú átt eftir að láta allt dramað í kringum þig næstum því alveg vera. Þér finnst oft þér líði vel í mikilli spennu en henni fylgir mikil kvíði og hræðsla og þá áttu það til að verða árásargjarn. Í dýraríkinu er Ljónið þannig að ef það hefur nóg að borða verður það ekki árásargjarnt, það mun jafnvel leyfa þér að klappa sér en ef það er svangt þá er voðinn vís. Í lífinu elsku Ljónið mitt elska þig svo margir að ef þú bara réttir út litlafingur þá munu allir færa þér mat eða það sem þig vantar, því allir vilja að Ljónið sé til friðs. Það halda margir þú hafir eitthvað að fela, því að þegar þú birtist þá eru allra augu á þér, en þú hefur ekkert að fela, þú þarft bara að standa undir því að vera þessi stjarna sem fólki finnst þú sért. Það sem er að mæta þér er að þú munt elska og senda ást til annarra og skilja að þú ert með hjarta úr gulli. Í ástamálunum skaltu steinhætta öllum leikjum, bara gefa skilyrðislaust því þá færðu það sem þú vilt. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn í og í gegnum sýnir þér erfiðan veg og miklar torfærur en fljótlega muntu sjá og fagna því hversu auðvelt það var og lífið er yndislegt. Þú þarft að virkja forvitnina í þér og skoða fleiri möguleika en þú ert að sjá núna, vegirnir þínir liggja nefnilega til allra átta og það er ekki ein lausn á neinu vandamáli. Ástin mun umlykja þig á þessum tíma og þó þér finnist þú hafir lent í ástarhremmingum áður, þá er ástin tengd svo mörgu, ótti við ástina og ótti við Lífið er það eina sem stoppar þig. Eftir því sem líður á líf þig verður þér nákvæmlega sama um hvað aðrir hugsa sem mun skapa þér gott sjálfsálit. Það eru ekki doktorsgráðurnar sem gera þig hamingusamt þó þú haldir það, núna er að koma til þín í óvenjulegum aðstæðum fólk sem mun sýna þér hvernig þú getur leyst það sem þú óttast svo gefðu nýjum manneskjum í lífi þínu tækifæri, þú veist aldrei hver getur breytt þínu lífi.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi, Hulk.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira