Eldur í Hellisheiðarvirkjun Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 11:44 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu var sent á staðinn. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira