Eldur í Hellisheiðarvirkjun Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 11:44 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu var sent á staðinn. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira