Lögregla staðfestir öryggi Davidson eftir kall á hjálp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 08:29 Davidson og Grande þegar allt lék í lyndi Getty/Jeff Kravitz Lögreglan í New York hefur staðfest að grínistinn Pete Davidson er heill á húfi og í öruggum höndum, en óttast var um Davidson eftir að hann setti inn færslur á Instagram síðu sína í gær þar sem hann virtist kalla á hjálp og sagðist ekki vilja vera á þessari jörð lengur. Hann eyddi síðar Instagram reikningi sínum. Ummæli Davidson komu í kjölfar þess að fyrrverandi unnusta hans, söngkonan Ariana Grande, gerði rifrildi rapparanna Kanye West og Drake að umtalsefni sínu á Twitter. Í tísti sem hún eyddi síðar á fimmtudag sagði hún „Krakkar ég veit að það eru fullorðnir menn að rífast á netinu en ég og Miley erum að gefa út falleg ný lög í kvöld, þannig að ef þið gætuð allir hagað ykkur í eins og nokkra tíma svo að stelpurnar geti fengið að njóta sín væri það æði takk.“ Kanye svaraði tísti Grande í gærmorgun og sagðist meðvitaður um að söngkonan hafi ætlað sér að vera töff og ekki meint neitt illt en að hann kynni ekki við að vera lítilsvirtur á nokkurn hátt af fólki sem þætti vænt um hann. Sagði hann jafnframt að fólk væri ekki lengur til í brandara um geðheilbrigði, en Kanye hefur verið opinskár upp á síðkastið um baráttu sína við geðhvörf. Söngkonan baðst síðar afsökunar og sagði að ummæli hennar hefðu verið tillitslaus og heimskuleg.I know Ariana said this to be cool and didn’t mean no harm but I don’t like even slightest level of slight commentary from someone I know loves and respects me pic.twitter.com/T9VXaIj9MX — ye (@kanyewest) December 15, 2018Kynnti tónlistaratriði seinna um kvöldið Davidson, sem hefur mátt þola mikið áreiti á netinu eftir að hann og Grande slitu trúlofun sinni í haust, tók upp hanskann fyrir Kanye. „Bravó Kanye West fyrir að verja sjálfan þig og tala um geðheilbrigði. Ég get ekki útskýrt hversu erfitt og ógnvekjandi það er að vera hreinskilinn um svona mál. Við þurfum fólk eins og Kanye. Enginn ætti að gagnrýna þig fyrir þitt hugrekki í því að tala um geðheilbrigði. Mér býður við svona.“ Síðar bætti grínistinn við að hann væri að gera sitt besta. „En ég veit ekki hversu mikið lengur ég mun endast. Ég hef bara reynt að hjálpa fólki,“ sagði hann og bætti við að hann vildi ekki lengur vera á þessari plánetu. Síðar eyddi hann Instagram reikningi sínum. Davidson hefur, rétt eins og Kanye, talað opinskátt um geðheilbrigðismál en hann er greindur með jaðarpersónuleikaröskun. Síðar um kvöldið kom Davidson stuttlega fram í jólaþætti Saturday Night Live, hvar hann hefur verið í leikarahópi í nokkur ár, til að kynna tónlistaratriði Miley Cyrus. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Lögreglan í New York hefur staðfest að grínistinn Pete Davidson er heill á húfi og í öruggum höndum, en óttast var um Davidson eftir að hann setti inn færslur á Instagram síðu sína í gær þar sem hann virtist kalla á hjálp og sagðist ekki vilja vera á þessari jörð lengur. Hann eyddi síðar Instagram reikningi sínum. Ummæli Davidson komu í kjölfar þess að fyrrverandi unnusta hans, söngkonan Ariana Grande, gerði rifrildi rapparanna Kanye West og Drake að umtalsefni sínu á Twitter. Í tísti sem hún eyddi síðar á fimmtudag sagði hún „Krakkar ég veit að það eru fullorðnir menn að rífast á netinu en ég og Miley erum að gefa út falleg ný lög í kvöld, þannig að ef þið gætuð allir hagað ykkur í eins og nokkra tíma svo að stelpurnar geti fengið að njóta sín væri það æði takk.“ Kanye svaraði tísti Grande í gærmorgun og sagðist meðvitaður um að söngkonan hafi ætlað sér að vera töff og ekki meint neitt illt en að hann kynni ekki við að vera lítilsvirtur á nokkurn hátt af fólki sem þætti vænt um hann. Sagði hann jafnframt að fólk væri ekki lengur til í brandara um geðheilbrigði, en Kanye hefur verið opinskár upp á síðkastið um baráttu sína við geðhvörf. Söngkonan baðst síðar afsökunar og sagði að ummæli hennar hefðu verið tillitslaus og heimskuleg.I know Ariana said this to be cool and didn’t mean no harm but I don’t like even slightest level of slight commentary from someone I know loves and respects me pic.twitter.com/T9VXaIj9MX — ye (@kanyewest) December 15, 2018Kynnti tónlistaratriði seinna um kvöldið Davidson, sem hefur mátt þola mikið áreiti á netinu eftir að hann og Grande slitu trúlofun sinni í haust, tók upp hanskann fyrir Kanye. „Bravó Kanye West fyrir að verja sjálfan þig og tala um geðheilbrigði. Ég get ekki útskýrt hversu erfitt og ógnvekjandi það er að vera hreinskilinn um svona mál. Við þurfum fólk eins og Kanye. Enginn ætti að gagnrýna þig fyrir þitt hugrekki í því að tala um geðheilbrigði. Mér býður við svona.“ Síðar bætti grínistinn við að hann væri að gera sitt besta. „En ég veit ekki hversu mikið lengur ég mun endast. Ég hef bara reynt að hjálpa fólki,“ sagði hann og bætti við að hann vildi ekki lengur vera á þessari plánetu. Síðar eyddi hann Instagram reikningi sínum. Davidson hefur, rétt eins og Kanye, talað opinskátt um geðheilbrigðismál en hann er greindur með jaðarpersónuleikaröskun. Síðar um kvöldið kom Davidson stuttlega fram í jólaþætti Saturday Night Live, hvar hann hefur verið í leikarahópi í nokkur ár, til að kynna tónlistaratriði Miley Cyrus. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira