Claire Foy tjáir sig um fréttir af launamisréttinu í The Crown Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:45 Claire Foy og Matt Smith. vísir/getty Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris. Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris.
Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54