Claire Foy tjáir sig um fréttir af launamisréttinu í The Crown Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:45 Claire Foy og Matt Smith. vísir/getty Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris. Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Sjá meira
Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris.
Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54