Jólaspá Siggu Kling – Krabbinn: Mikill hraði í lífinu þínu Sigga Kling skrifar 7. desember 2018 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú átt það til að láta heiminn særa þig og þá fyllistu mikilli angist og máttleysi og alveg sama hversu vel þér gengur geturðu látið ótrúlegustu smáborgara höggva í þig. Hristu þessa vitleysu af þér vegna þess að það er aldrei sparkað í hundshræ, en þessi setning er úr bók Dale Carnegie og hún þýðir bara að það nennir enginn að gagnrýna þig ef þú ert einskis virði svo eftir því sem þú færð meiri gagnrýni, vertu viss, þú ert á réttri leið og ef öfundin á þessu blessaða landi væri virkjuð þá þyrfti ekkert rafmagn. Það er mikill hraði í lífinu þínu og ef ég má líkja þessum hraða við bíl þá hefurðu það á tilfinningunni að það séu engin bílastæði laus, en á hárréttum tíma muntu leggja í stæði og nákvæmlega á þeim stað sem þú vilt lenda á. Ekki sjá eftir neinu því þú ert rétt að byrja á nýjum kafla í þínu spennandi lífi. Af engu verður ekkert og það á svo sannarlega ekki við um þig, svo haltu áfram á akkúrat þessum takti sem þú ert á. Í ástinni muntu átta þig og finna út hvað þú raunverulega vilt eða þarft og þú munt verða sáttur. Sérstaklega á þessu tímabili sem þú ert að fara inn í skaltu skoða það betur að tengjast móður Jörð, finna þér stað í náttúrunni þar sem er friður og ró og segja við sjálfan þig: Ég á þennan stað – leggjast niður og finna orkuna sem flæðir um þig, nákvæmlega eins og þú tengir rafmagnsbíl og fyllir af orku. Notaðu þína ríku kímnigáfu til að breiða yfir sárar tilfinningar því það er ekkert betra en að gera grín af því sem særir mann mest og þegar þú getur hlegið að því þá losnarðu undan álaginu. Lífið er að færa þér svo mikilvæga hluti eins og á jólahlaðborði, veldu það sem þú vilt og þú hefur áhuga á að smakka, skildu hitt eftir elsku Krabbinn minn.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú átt það til að láta heiminn særa þig og þá fyllistu mikilli angist og máttleysi og alveg sama hversu vel þér gengur geturðu látið ótrúlegustu smáborgara höggva í þig. Hristu þessa vitleysu af þér vegna þess að það er aldrei sparkað í hundshræ, en þessi setning er úr bók Dale Carnegie og hún þýðir bara að það nennir enginn að gagnrýna þig ef þú ert einskis virði svo eftir því sem þú færð meiri gagnrýni, vertu viss, þú ert á réttri leið og ef öfundin á þessu blessaða landi væri virkjuð þá þyrfti ekkert rafmagn. Það er mikill hraði í lífinu þínu og ef ég má líkja þessum hraða við bíl þá hefurðu það á tilfinningunni að það séu engin bílastæði laus, en á hárréttum tíma muntu leggja í stæði og nákvæmlega á þeim stað sem þú vilt lenda á. Ekki sjá eftir neinu því þú ert rétt að byrja á nýjum kafla í þínu spennandi lífi. Af engu verður ekkert og það á svo sannarlega ekki við um þig, svo haltu áfram á akkúrat þessum takti sem þú ert á. Í ástinni muntu átta þig og finna út hvað þú raunverulega vilt eða þarft og þú munt verða sáttur. Sérstaklega á þessu tímabili sem þú ert að fara inn í skaltu skoða það betur að tengjast móður Jörð, finna þér stað í náttúrunni þar sem er friður og ró og segja við sjálfan þig: Ég á þennan stað – leggjast niður og finna orkuna sem flæðir um þig, nákvæmlega eins og þú tengir rafmagnsbíl og fyllir af orku. Notaðu þína ríku kímnigáfu til að breiða yfir sárar tilfinningar því það er ekkert betra en að gera grín af því sem særir mann mest og þegar þú getur hlegið að því þá losnarðu undan álaginu. Lífið er að færa þér svo mikilvæga hluti eins og á jólahlaðborði, veldu það sem þú vilt og þú hefur áhuga á að smakka, skildu hitt eftir elsku Krabbinn minn.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira