Fótbolti

Ferðust um hálfan hnöttinn fyrir einn deildarleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ferðalag frá Kaliningrad til Vladivostok.
Ferðalag frá Kaliningrad til Vladivostok. Google Maps
Rússland er risastórt land eins og heimurinn fær að kynnast í sumar þegar Rússar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í sumar.

Sem betur fer fyrir Íslands og hinar þjóðirnar 30 sem heimsækja Rússa á HM í sumar þá eru engir leikvangar í Asíuhluta Rússlands.

Sömu sögu er ekki hægt að segja af leikjum í rússnesku deildinni og hvað þá í rússnesku b-deildinni.

Liðin Baltika Kaliningrad og Luch Vladivostok mættust í deildinni í gær og fór leikurinn fram á heimavelli Luch Vladivostok sem heitir Dynamo Stadium.

Það þýddi að leikmenn og þjálfarar Baltika Kaliningrad þurftu að leggja á sig tíu þúsund kílómetra ferðalag til að komast í leikinn.





Það er ómögulegt að ferðast lengra í heiminum á milli leikstaða í deildarkeppni. Baltika er í Kaliningrad, sem er borg í rússnesku yfirráðasvæði í norður Póllandi en Vladivostok er aftur á móti á austurströnd Rússlands fyrir norðan Kóreuskagann.

Baltika Kaliningrad fór með eitt stig til baka en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×