Strákarnir fengu loksins að hitta konur og börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2016 15:00 Alexandra Helga birti þessa flottu mynd af þeim Fríðu, Pöttru, Söndru og Hólmfríði í Saint-Étienne á dögunum. Stelpurnar styðja svo sannarlega sína menn. Mynd af Instagram-síðu Alexöndru Helgu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00