Flutt með þyrlu úr grunnbúðum Everest: „Ég er lúxuspía“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2018 15:30 „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir. Everest Ísland í dag Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir.
Everest Ísland í dag Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira