Flutt með þyrlu úr grunnbúðum Everest: „Ég er lúxuspía“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2018 15:30 „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir. Everest Ísland í dag Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir.
Everest Ísland í dag Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira