Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 10:00 Larry Nassar mun deyja í fangelsi fyrir glæpi sína. vísir/getty Bandaríska Ólympíunefndin hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að skýrsla leiddi í ljós að fimleikasambandið náði ekki að verja íþróttamenn sína frá því að vera kynsferðislega misnotaðir af lækninum Larry Nassar. Nassar, sem var læknir Michigan State-háskólaliðsins og bandaríska landsliðsins, var fyrr á árinu dæmdur í ríflega 300 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á að minnsta kosti 265 stúlkum yfir margra ára skeið. „Þrátt fyrir að Nassar beri að sjálfsögðu ábyrgð á þessu áratuga langa ofbeldi gegn þessum stúlkum og konum þá framdi hann ekki ódæðisverkin í lokuðu umhverfi. Þvert á móti starfaði hann í umhverfi sem auðveldaði honum að fremja glæpina,“ segir í skýrslunni. BBC greinir frá. Skýrslan var gerð af sjálfstæðum rannsóknaraðilum en hún er 233 síðna löng. Í henni eru viðtöl við ríflega 100 manns og farið er yfir meira en 1,3 milljónir skjala.Margar af þeim sem Nassar braut á voru mættar í dómsal þegar dómur var kveðinn upp.vísir/getty„Fjöldinn allur af stofnunum og einstaklingum ýttu hálfpartinn undir ofbeldið og náðu ekki að stöðva hann. Þar á meðal voru þjálfarar hjá einstaka félögum og í afrekshópum, sjúkraþjálfarar, læknar og yfirmenn hjá Michigan State-háskólanum, bandaríska fimleikasambandinu og Ólympíunefndinni,“ segir í skýrslunni. „Þessar stofnanir og einstaklingar hunsuðu viðvarnir og tóku ekki eftir augljósum aðferðum Nassar til að ala stelpurnar upp í ofbeldinu. Í allra verstu tilfellunum hlustuðu þessar stofnanir og ákveðnir einstaklingar ekki á stúlkurnar þegar að þær báðu um hjálp, varnarlausar gagnvart kynferðislegu ofbeldi Larry Nassar,“ segir enn fremur í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að Scott Blackmun, fyrrverandi yfirmaður bandarísku Ólympíunefndarinnar, og Alan Ashley, afreksstjóri nefndarinnar, hafi verið látnir vita af ásökunum í garð Nassar árið 2015 en þeir létu enga aðra vita. Bandaríska Ólympíunefndin hefur sett af stað mikið ferli hjá sér til að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist afturr, en Blackmun hætti vegna heilsufarsástæðna í febrúar á þessu ári en Ashley var rekinn um leið og skýrslan var birt. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Bandaríska Ólympíunefndin hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að skýrsla leiddi í ljós að fimleikasambandið náði ekki að verja íþróttamenn sína frá því að vera kynsferðislega misnotaðir af lækninum Larry Nassar. Nassar, sem var læknir Michigan State-háskólaliðsins og bandaríska landsliðsins, var fyrr á árinu dæmdur í ríflega 300 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á að minnsta kosti 265 stúlkum yfir margra ára skeið. „Þrátt fyrir að Nassar beri að sjálfsögðu ábyrgð á þessu áratuga langa ofbeldi gegn þessum stúlkum og konum þá framdi hann ekki ódæðisverkin í lokuðu umhverfi. Þvert á móti starfaði hann í umhverfi sem auðveldaði honum að fremja glæpina,“ segir í skýrslunni. BBC greinir frá. Skýrslan var gerð af sjálfstæðum rannsóknaraðilum en hún er 233 síðna löng. Í henni eru viðtöl við ríflega 100 manns og farið er yfir meira en 1,3 milljónir skjala.Margar af þeim sem Nassar braut á voru mættar í dómsal þegar dómur var kveðinn upp.vísir/getty„Fjöldinn allur af stofnunum og einstaklingum ýttu hálfpartinn undir ofbeldið og náðu ekki að stöðva hann. Þar á meðal voru þjálfarar hjá einstaka félögum og í afrekshópum, sjúkraþjálfarar, læknar og yfirmenn hjá Michigan State-háskólanum, bandaríska fimleikasambandinu og Ólympíunefndinni,“ segir í skýrslunni. „Þessar stofnanir og einstaklingar hunsuðu viðvarnir og tóku ekki eftir augljósum aðferðum Nassar til að ala stelpurnar upp í ofbeldinu. Í allra verstu tilfellunum hlustuðu þessar stofnanir og ákveðnir einstaklingar ekki á stúlkurnar þegar að þær báðu um hjálp, varnarlausar gagnvart kynferðislegu ofbeldi Larry Nassar,“ segir enn fremur í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að Scott Blackmun, fyrrverandi yfirmaður bandarísku Ólympíunefndarinnar, og Alan Ashley, afreksstjóri nefndarinnar, hafi verið látnir vita af ásökunum í garð Nassar árið 2015 en þeir létu enga aðra vita. Bandaríska Ólympíunefndin hefur sett af stað mikið ferli hjá sér til að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist afturr, en Blackmun hætti vegna heilsufarsástæðna í febrúar á þessu ári en Ashley var rekinn um leið og skýrslan var birt.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15
Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30
Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30