Áttunda barn Clint Eastwood mætti á frumsýningu sem staðfesti þrálátan orðróm Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 13. desember 2018 00:04 Clint Eastwood á frumsýningu The Mule. Vísir/Getty Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira