Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 16:53 Sigurður Sólmundarson, sem margir þekkja betur sem Costco-gaurinn eða jafnvel Budduna, hefur ekki glatað húmornum þrátt fyrir óhappið. „Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“ Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“
Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira