Ótti við kuldaskeið ástæðulaus þótt jöklarnir hafi ekki rýrnað Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 22:15 Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30