Ótti við kuldaskeið ástæðulaus þótt jöklarnir hafi ekki rýrnað Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 22:15 Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30