Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu náði slökkviliðið tökum á eldinum á sjötta tímanum en vinna stóð enn yfir á vettvangi skömmu eftir klukkan 18. Þá þurfti að reykræsta nærliggjandi hús. Ekki var ráðist í reykræstingu á bakhúsinu vegna smæðar þess.
Að sögn varðstjóra var einn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en allir voru þó komnir út úr húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Ekki var hægt að gefa upplýsingar um eldsupptök.
Líkt og sjá má á myndbandi frá vettvangi var um nokkuð mikinn eld að ræða en bakhús stóð í ljósum logum. Þá var lokað fyrir umferð í kringum vettvang svo að viðbragðsaðilar gætu athafnað sig og sótt vatn í brunahana.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Í spilaranum hér að neðan má sjá myndband Melkorku Ólafsdóttur frá vettvangi eldsvoðans.

