Innlent

200 milljónir króna í nýja menntastefnu borgarinnar

Sighvatur Jónsson skrifar

Menntastefnan ber yfirskriftina Látum draumana rætast. Verkefnið var formlega kynnt í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Þar var meðal annars rætt um nýjar skólagerðir og áform um byggingar skóla í nýjum hverfum.

200 milljónir hafa verið tryggðar í verkefnið fyrsta árið. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að þeir peningar eiga að fara út í skólana.

„Við viljum sjá spennandi sjálfsprottin skólaþróunarverkefni koma frá kennurum okkar og skólastjórum ásamt aðkomu nemenda og foreldra.“

Framkvæmdin mikilvæg

Embla Nótt Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk í Vogaskóla, hefur skoðað stefnuna. Hún segir að hún líti vel út en mikilvægt sé hvernig til takist með framkvæmd verkefnisins.

„Þar sem fullorðið fólk er að móta stefnuna þarf að fara varlega með hvernig framkvæmdin er. Mikilvægt er að leita til nemendanna og fá álit þeirra.“

Fyrstu skref innleiðingarinnar eru að útfæra hvernig fjármunum verður úthlutað, auka vægi list- og verknáms og nýta náttúruna enn frekar við skólastarf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.